Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt öryggis- og sprengjuleitarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Miðvikudagur 11. desember 2002 kl. 16:35

Nýtt öryggis- og sprengjuleitarkerfi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Á fréttamannafundi sem haldinn var í dag í Flugstöð Leifs Eiríkssonar var nýtt öryggis- og sprengjuleitarkerfi kynnt, en frá og með 1. janúar á næsta ári verður allur innritaður farangur í flugstöðinni gegnumlýstur. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra sagði við þetta tilefni að með þessu nýja öryggis- og sprengjuleitarkerfi sé öll heildaröryggisumgjörð flugvallarins breytt: „Það skiptir miklu máli fyrir íslendinga að orðspor okkar sé gott á þessu sviði, en með búnaðinum erum við að setja upp eitt fullkomnasta sprengjuleitarkerfi sem völ er á í heiminum í dag,“ sagði Halldór Ásgrímsson.Kröfur um 100% sprengjuleit í lestarfarangri flugfarþega má rekja aftur til 9. áratugarins, er komið var fyrir sprengju í tösku í lest flugvélar frá Pan American flugfélaginu sem sprakk ofan við bæinn Lockerbee í Skotlandi. Í framhaldinu ákváðu flugmálastjórar í samtökum Flugmálastjórna 38 Evrópuríkja að 100% sprengjuleit skyldi komið á í aðildarlöndunum eigi síðar en 1. janúar 2003. Öryggis- og sprengjuleitarkerfið var hannað af tæknideild Kaupmannahafnarflugvallar. Gegnumlýsingarbúnaðurinn sem er hluti af þessu kerfi er frá Heimann verkskmiðjunum í Þýskalandi og er einn sá fullkomnasti sem völ er á í heiminum í dag. Hann getur skoðað um 1200 – 1500 töskur á klukkustund. Þess var gætt að hann væri samofinn inritunarkerfinu svo að ekki skapist tafir við innritun farþega. Búnaðurinn er hálfsjálfvirkur. Hann er tengur við gegnumlýsingavél sem skynjar farangur sem þarfnast frekari skoðunar. Þær töskur eru skoðaðar af öryggisstarfsmanni í mjög fullkominni leitarvél. Sú vél gegnumlýsir farangurinn frá tveimur sjónarhornum, lárétt og lóðrétt. Þetta er með fyrstu vélum sinnar tegundar í heiminum sem sett er upp.
Miklar framkvæmdir hafa því átt sér stað í Flugstöð Leifs Eiríkssonar undanfarna mánuði. Fyrir utan nýjan gegnumlýsingarbúnað og breytingar á húsnæði því samfara hefur nær allur búnaður vegna innritunar farþega verið endurnýjaður. Nú hafa innritunarborð verið endurnýjuð í heilstætt innritunarkerfi og hefur flugstöðin nú yfir 25 innritunarborðum að ráða. Settar hafa verið nýjar farangursvogir við innritunarborðin ný farangursbönd og nýr stjórnbúnaður af fullkomnustu gerð sem stjórnar og flokkar farangurinn inn á böndin sem leiða inn í gegnumlýsingarvélarnar. Um er að ræða búnað frá VanDerLande, einum virtasta framleiðanda farangursflokkunarkerfa í Evrópu. Öryggis- og sprengjuleitarkerfið er fjármagnað af Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. og er áætlað verð þess um 210 milljónir króna.
Við sama tækifæri skrifaði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra undir nýja neyðaráætlun Sýslumannsembættisins á Keflavíkurflugvelli, en í áætluninni er gert ráð fyrir viðbúnaðarstigum varðandi vá er skapast við flugrán, sprengjuhótanir og sýklavopnaárásir.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024