Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Föstudagur 12. nóvember 1999 kl. 22:56

NÝTT ORKUVER GANGSETT Í SVARTSENGI:

Þriggja milljarða framkvæmd Nú um stundir er verið að taka í notkun nýtt orkuver í Svartsengi. Þegar nýja orkuverið verður komið í fullan rekstur og elsti hlutinn aflagður verða heildarafköst virkjunar í Svartsengi eitthundrað og fimmtíu megawött í hitaveituvatni og um fjörtíu og fjögur megawött af rafmagni. Nýja orkuverið getur séð um þrjátíu þúsund manna byggð fyrir rafmagni og rafafl orkuversins í heild nægir til að sjá um fjörtíu og fimm þúsund manna byggð fyrir öllu því rafmagni, sem hún notar, heimili og atvinnustarfsemi. Framkvæmdir við orkuverið eru einhverjar þær umfangsmestu, sem Hitaveitan hefur ráðist í og lætur nærri að framkvæmt verði fyrir nærri þrjá milljarða að þessu sinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024