Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt met í útgáfu byggingaleyfa
Fimmtudagur 12. október 2006 kl. 15:25

Nýtt met í útgáfu byggingaleyfa

Nýtt met hefur verið slegið í útgáfu byggingaleyfa hjá Reykjanesbæ en alls hafa 133 leyfi fyrir nýjar íbúðir verið gefin út í þessum mánuði sem er margfalt á við það sem áður hefur þekkst hjá bæjarfélaginu. Þetta kom fram á Skipulagsþingi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar sem nú stendur yfir í Bíósal Duushúsa.

Í sama mánuði í fyrra voru útgefin byggingaleyfi 12 talsins. Þau voru flest 98 allan desembermánuð á síðasta ári og sömu sögu er að segja í maí sama ár þegar þau voru einnig 98 en það eru mestu topparnir sem verið hafa í útgáfu byggingaleyfa á milli mánaða. Þessi toppur núna, 133 leyfi á hálfum mánuði, er því met eins og áður segir.

Það sem af er þessu ári eru útgefin byggingaleyfi orðin 467 en voru 486 allt árið í fyrra þannig að reikna má með að heildarfjöldinn verði jafnvel meiri í ár.


Mynd: Frá setningu Skipulagsþingsins í dag.  VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024