Nýtt leiksvæði í Grindavík sem stenst ýtrustu gæðakröfur
Leiksvæðið Hólavellir var formlega opnað í Grindavík í gærmorgun. Það var Jóna Kristín Þorvalsdóttir, bæjarstjóri, sem opnaði svæðið með aðstoð bæjarbúa af yngstu kynslóðinni.
Nýja leiksvæðið leysir af hólmi annað eldra sem ekki stóðst lengur þær kröfur sem gerðar eru til leiksvæða. Því voru fengnir landslagsarkitektarnir FORMA til að hanna nýtt leiksvæði, sem var boðið út og var samið við Nesprýði um að framkvæma verkið. keypt voru leiktæki frá Lappset sem eru mjög vinsæl leiktæki. Nú er öllu lokið og er þetta virkilega glæsilegt leiksvæði sem stenst allar ýtrustu gæðakröfur, segir í tilkynningu frá Grindavíkurbæ.