Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt klukknaport í kirkjugarðinn í Grindavík
Mánudagur 30. maí 2005 kl. 18:55

Nýtt klukknaport í kirkjugarðinn í Grindavík

Komið var fyrir nýju klukknaporti í kirkjugarðinum á Stað í Staðarhverfi  við Grindavík. Það voru þeir feðgar í H.H. smíði sem sáu um verkið undir stjórn Helga Sæmundssonar.

Kemur það í stað klukknaports sem smíðað var af Jóni Engilbertssyni frá Arnarhvoli í Grindavík á þriðja áratug síðustu aldar. Nýja portið er smíðað eftir fyrirmyndinni en þó nokkuð stærra og með koparklæðningu á þakhvelfingunni. Portið hefur margvíslega trúarlega tilvísun og er í alla staði vel hannað.

Ákvörðun um að hafa hið nýja klukknaport stærra helgast m.a. af því að kirkjugarðurinn á Stað hefur verið í mikilli endurnýjun og stækkun, hafa m.a. verið hlaðnir miklir og glæsilegir veggir er afmarka og skipta garðinum.

Minnismerkinu um séra Odd V. Gíslason hefur verið fundinn nýr staður samsíða minnismerki um drukknaða og týnda sjómenn, á fallegum hleðslum miðsvæðis í garðinum með hið nýja klukknaport í bakgrunni.

Endanlegum frágangi verður lokið fyrir sjómannadag og skammt er þess að bíða að fullnaðar frágangi verði lokið í kirkjugarðinum. Garðurinn er glæsilegur í alla staði og er sóknarnefnd Grindavíkur og öllum þeim verktökum og fl. sem lagt hafa hönd á plóginn til sóma.

Kom þetta fram á vef Grindavíkurbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024