Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt kísilver á að taka til starfa 2016 í Helguvík
Frá undirritun samningsins, Ragnheiður Elín og Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar með fulltrúa United Silicon hf.
Miðvikudagur 9. apríl 2014 kl. 18:45

Nýtt kísilver á að taka til starfa 2016 í Helguvík

Verkefni upp á 12 milljarða króna.

Í dag undirritaði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra fjárfestingar-samning við United Silicon hf. vegna fyrirhugaðs kísilvers félagsins í Helguvík á Reykjanesi. Um er að ræða nýfjárfestingarverkefni sem hljóðar upp á 74 milljónir evra, eða tæplega 12 milljarða íslenskra króna.

Áætluð ársframleiðsla kísilversins er 21.000 tonn af kísli og 7.500 tonn af kísilryki. Gert er ráð fyrir að 60 starfsmenn komi til með að vinna við verksmiðjuna og starfsmenn við byggingu hennar verði allt að 200. Miðað er við að framleiðsla hefjist á árinu 2016 og að fullum afköstum verði náð 2017.

Fjárfestingarsamningurinn er gerður með fyrirvara um heimild Alþingis, sem aflað verður með sérlögum, og samþykkis Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Samkvæmt samningnum eru veittar nauðsynlegar ívilnanir til verkefnisins sem felast fyrst og fremst í 15% tekjuskatti og 50% afslætti af almennu tryggingargjaldi í 10 ár frá því að gjaldskylda myndast en að hámarki í 13 ár frá því samningurinn tekur gildi. Að auki veitir sveitarfélagið Reykjanesbær verkefninu ákveðnar ívilnanir til jafn langs tíma.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024