Nýtt kennileiti glerjað
Nýtt fimm hæða verslunar- og skrifstofuhús við Krossmóa í Reykjanesbæ á án efa eftir að verða eitt helsta kennileitið í nýjum miðbæ bæjarfélagsins. Síðustu daga hefur verið unnið að því að glerja bygginguna. Það er ekki auðvelt verk að koma þungum rúðum upp fimm hæðir. Eins og sjá má eru vinnuaðstæður ekki spennandi, sérstaklega ekki fyrir lofthrædda.
Þegar rúðurnar verða komnar í húsið þarf að koma fyrir gluggalistum sem eru mældir í kílómetravís. Þá þarf víst 40.000 skrúfur til að halda rúðunum á sínum stað.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson