Nýtt íþróttamannvirki í Grindavík
Senn rís eitt glæsilegasta íþróttamannvirki Íslands í Grindavík, en það á að vera fullbúið í lok apríl á næsta ári. Mannvirkið mun hýsa alla íþróttastarfsemi í Grindavík, en það er 1000 fermetrar að stærð. Því verður skipt upp í búnings- og veitingaaðstöðu og skrifstofur fyrir allar deildir.„Búið er að teikna stúkuna og verið er að ljúka við deiliskipulag á öllu íþróttasvæðinu. Þar sem malarvöllurinn er nú, verður aðalvöllurinn“, segir Jónas. Á síðasta ári var ákveðið að stofna hlutafélag um rekstur knattspyrnudeildarinnar en söfnun hlutafjár hefur ekki gengið sem skyldi. „Við erum reyndar ekki byrjaðir á að fara út fyrir bæjarmörkin til að safna og undirtektir fyrirtækja hér á svæðinu hafa verið ágætar. Einstaklingar hafa hins vegar verið afar slakir við að leggja sitt af mörkum. Það kemur í ljós á næstu misserum hvort við látum verða af þessu eða snúum okkur að einhverju öðru.“Ef ekki tekst að safna nægilega miklu hlutafé, verður deildin þá lögð niður? „Ég veit það ekki, það hljóta einhverjir að hafa ráð með það. Hugmynd mín, um að stofna hlutafélag um reksturinn, fékk góðar undirtektir á sínum tíma. Ef það er í bara í orði, þá er það ekki nóg, því það eru verkin sem telja. Vel stæð fyrirtæki hér í bæ hafa t.d. ekki komið inn með hlutafé en við erum að vonast til að þau taki við sér. Menn verða að fara að taka við sér ef eitthvað á að gerast“, segir Jónas.