Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt hringtorg bæjarbúum ofviða?
Þriðjudagur 24. september 2002 kl. 00:28

Nýtt hringtorg bæjarbúum ofviða?

Eitthvað virðist nýtt hringtorg á mótum Hafnargötu, Víkurbrautar og Faxabrautar ætla að vefjast fyrir bæjarbúum. Ætla mætti að akstur í hringtorg ætti að vera augljós og ekki flókin aðgerð. Hins vegar hefur borðið á ýmsum afbrigðum af akstri í nýja hringtorginu í Keflavík sem oft á tíðum eru broslegar uppákomur.Blaðamaður Víkurfrétta hefur meðal annars orðið vitni að því þegar ökumaður sem ók norður Hafnargötu fór öfugan hring, þ.e. til vinstri, þar sem hann ætlaði sér greinilega „beina“ leið áfram Hafnargötuna. Annar stoppaði í miðju hringtorginu eftir að hafa komið upp Víkurbrautina til að gefa umferð um Hafnargötuna réttinn - svona af gömlum vana. Þá hefur blaðið frétt af „vandræðum“ bílstjóra sem hafa ekki hugmynd um hvert þeir eiga af fara þegar þeir koma niður Faxabraut og ætla „niður“ Hafnargötuna. Greinilegt er að taka þarf upp umferðarfræðslu fyrir vanafasta úr umferðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024