Nýtt hringtorg á að auka umferðaröryggi
Nýtt hringtorg á gatnamótum Hringbrautar og Faxabrautar í Keflavík hefur verið tekið í notkun. Tilgangur hringtorgsins er að auka umferðaröryggi á þessu áður hættulega götuhorni.
Hringtorginu er ætlað að lækka umferðarhraða og greiða fyrir umferð. Vegfarendur eru hvattir til að gefa stefnuljós þegar þeir ætla út úr hringtorginu og sýna almenna tillitsemi.
Myndin var tekin yfir hringtorginu í gær. VF-mynd: Hilmar Bragi