Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 5. febrúar 2001 kl. 09:52

Nýtt flugfraktfélag Bláfugl ehf

Gríðarlegir vaxtamöguleikar í flugfrakt

Flugfrakt á Íslandi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Nú er nýtt félag komið inn á þann markað, Flugfélagið Bláfugl hf. - Bluebird Cargo, sem hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Félagið var stofnað árið 1999 og áætlað er að starfsemin grundvallist á rekstri einnar flugvélar, B737-300F, fyrstu tvö árin. Bláfugl hf. hefur þegar gert tvo langtímasamninga við Flugflutninga ehf. og United Parcel Service -UPS. Félagið mun því ekki reka sölu- eða markaðsstarfsemi í eigin nafni.

Gera ráð fyrir 10% vöxt á ári
Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að aðstandendur félagsins séu mjög ánægðir með að hafa náð svo góðum samningum við UPS því það er stærsta hraðsendingafyrirtæki heims sem rekur 300 flugvélar um heim allan. Umboðsaðili UPS á Íslandi er TVG Zimsen.
„Frakflutningar eru alltaf að aukast og við erum mjög spenntir og trúum á framtíðarmöguleika á þessu sviði“, segir Þórarinn. „Alþjóðlegar spár viðurkenndra aðila um vöxt í flugfrakt eru 6-8% á ári og íslenski flugfraktmarkaðurinn hefur vaxið mun hraðar en aðrir markaðir undanfarin ár. Miðað við 10% vöxt á ári mun flutningsgeta Bláfugls fullnýtast á vaxtarhluta markaðarins einum og sér á tæpum tveimur árum.“

Sterkt flutninganet um allan heim
Bláfugl tengist sterku flutninganeti Cargolux í gegnum Flugflutninga en Cargolux rekur 10 fragtflugvélar af gerðinni B747-400F, sem fljúga á áætlunarleiðum til allra helstu borga í öllum heimsálfum. Að sögn Þórarins felst styrkur félagsins ekki síður í sterku neti flutningabíla, sem tengjast hverri komu og brottför Cargoluxvéla í Lúxemborg við allt að 100 áfangastaði í Evrópu. „Flugflutningar mun samtengja hið alþjóðlega flutninganet Cargolux við daglegt flug Bláfugls á milli meginlands Evrópu og Íslands en vélin okkar leggur af stað til Lúxemborgar á kvöldin og kemur til baka á morgnana. Flugvélin mun sinna reglubundu áætlunarflugi á vegum UPS og Flugflutninga ehf á leiðinni Keflavík-Leeds-Köln-East Midlands-Keflavík og viðkoma verður höfð í Lúxemborg um helgar. Að auki mun vélin fara í leiguflug með varning til og frá Íslandi“, segir Þórarinn.

18 tonna burðargeta
Flugvélin sem Bláfugl mun nota til fraktflutninga var áður farþegavél. Breytingar standa nú yfir á henni en vélin mun kosta 7-8 milljarða króna eftir breytingu. „Við höfum látið fjarlægja allt innan úr vélinni, þ.e. skápa, klósett, eldhús, pípulagnir o.fl. Þannig fáum við hámarksnýtingu og léttum hana töluvert. Burðargeta hennar verður um 18 tonn af vörum. Við fengum hana afhenta í nóvember á síðasta ári og hún á að vera tilbúin 15. mars nk. Þá þarf að fara yfir hana, ganga frá skráningu hérlendis og leyfa flugmönnum okkar að prófa hana. Viku síðar fer hún í samningaflug. Breytingin á vélinni hefur vakið mikla athygli, m.a. hjá Boeing, enda er þetta í fyrsta sinn sem svona breytingar eru gerðar. Menn eru einnig sammála um að þessi stærð sé mjög hentug fyrir fraktflug á styttri vegalengdum“, segir Þórarinn.
Fjórir íslenskir flugmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá Bláfugli og munu þeir fara til Bretlands nú í vikunni í þjálfun ásamt Páli Eyvindarsyni yfirflugstjóra. „Páll hefur verið hjá Cargolux í 13 ár og bar þar ábyrgð á þjálfun flugmanna. Við teljum okkur vera mjög lánsama að hafa fengið hann til liðs við okkur“, segir Þórarinn.

Áratuga löng reynsla er styrkur okkar
Að mati forsvarsmanna Bláfugls er áratuga löng reynsla þeirra á flugrekstri og flugfrakt, einn helsti styrkur félagsins. Einar Ólafsson er stjórnarformaður Bláfugls. Hann hóf feril sinn hjá Loftleiðum hf. og var stöðvarstjóri félagsins í Lúxemborg og síðar forstjóri Cargolux 1970-1982. Einar tók síðan við framkvæmdastjórastöðu GPA Corporation í Bandaríkjunum, sem var eitt stærsta leiguflugfélag heims á þeim tíma, og starfaði þar í nokkur ár en undanfarin ár hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði flugrekstrar og flugvélaleigu.
Þórarinn Kjartansson framkvæmdastjóri hóf störf hjá Loftleiðum 1970 og starfaði síðan lengi sem deildarstjóri markaðs- og áætlunardeildar Cargolux og varð síðar framkvæmdastjóri Cargolux í Norður og Suður Ameríku. Frá 1990 hefur Þórarinn starfað sem ráðgjafi í flugfrakt og flugrekstri víða um heim.
Ásgeir M. Jónsson er framkvæmdastjóri viðhaldssviðs en hann hefur starfað við flug í 30 ár. Ásgeir hefur einnig sundað sjálfstæðan viðskiptarekstur um árabil og hefur því umtalsverða reynslu af fyrirtækjarekstri og viðskiptum.
Bjarki Sigfússon er deildarstjóri rekstrarsviðs. Hann er menntaður flugumsjónarmaður og hefur starfað hjá Flugflutningum og Vallarvinum ehf. Bjarki hefur sótt ýmis námskeið hjá Cargolux, m.a. í hleðslustjórnun og flutningi hættulegs varnings.
Samþykkt hlutafé í Bláfugli er 425 millj.kr. og þegar hefur verið greiddar inn 280 millj. króna. Óráðstafað hlutafé er því 38%. Stærstu hluthafar eru Sterling European með 12%, Vallarvinir ehf. með 12%, Balkany Transport 10%, Ólafur Einarsson 6%, og Flugflutningar 4%.









Nýtt flugfraktfélag Bláfugl ehf - Bluebird Cargo:

Gríðarlegir vaxtamöguleikar í flugfrakt

Flugfrakt á Íslandi hefur vaxið mjög hratt á undanförnum árum. Nú er nýtt félag komið inn á þann markað, Flugfélagið Bláfugl hf. - Bluebird Cargo, sem hefur aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Félagið var stofnað árið 1999 og áætlað er að starfsemin grundvallist á rekstri einnar flugvélar, B737-300F, fyrstu tvö árin. Bláfugl hf. hefur þegar gert tvo langtímasamninga við Flugflutninga ehf. og United Parcel Service -UPS. Félagið mun því ekki reka sölu- eða markaðsstarfsemi í eigin nafni.

Gera ráð fyrir 10% vöxt á ári
Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri félagsins, segir að aðstandendur félagsins séu mjög ánægðir með að hafa náð svo góðum samningum við UPS því það er stærsta hraðsendingafyrirtæki heims sem rekur 300 flugvélar um heim allan. Umboðsaðili UPS á Íslandi er TVG Zimsen.
„Frakflutningar eru alltaf að aukast og við erum mjög spenntir og trúum á framtíðarmöguleika á þessu sviði“, segir Þórarinn. „Alþjóðlegar spár viðurkenndra aðila um vöxt í flugfrakt eru 6-8% á ári og íslenski flugfraktmarkaðurinn hefur vaxið mun hraðar en aðrir markaðir undanfarin ár. Miðað við 10% vöxt á ári mun flutningsgeta Bláfugls fullnýtast á vaxtarhluta markaðarins einum og sér á tæpum tveimur árum.“

Sterkt flutninganet um allan heim
Bláfugl tengist sterku flutninganeti Cargolux í gegnum Flugflutninga en Cargolux rekur 10 fragtflugvélar af gerðinni B747-400F, sem fljúga á áætlunarleiðum til allra helstu borga í öllum heimsálfum. Að sögn Þórarins felst styrkur félagsins ekki síður í sterku neti flutningabíla, sem tengjast hverri komu og brottför Cargoluxvéla í Lúxemborg við allt að 100 áfangastaði í Evrópu. „Flugflutningar mun samtengja hið alþjóðlega flutninganet Cargolux við daglegt flug Bláfugls á milli meginlands Evrópu og Íslands en vélin okkar leggur af stað til Lúxemborgar á kvöldin og kemur til baka á morgnana. Flugvélin mun sinna reglubundu áætlunarflugi á vegum UPS og Flugflutninga ehf á leiðinni Keflavík-Leeds-Köln-East Midlands-Keflavík og viðkoma verður höfð í Lúxemborg um helgar. Að auki mun vélin fara í leiguflug með varning til og frá Íslandi“, segir Þórarinn.

18 tonna burðargeta
Flugvélin sem Bláfugl mun nota til fraktflutninga var áður farþegavél. Breytingar standa nú yfir á henni en vélin mun kosta 7-8 milljarða króna eftir breytingu. „Við höfum látið fjarlægja allt innan úr vélinni, þ.e. skápa, klósett, eldhús, pípulagnir o.fl. Þannig fáum við hámarksnýtingu og léttum hana töluvert. Burðargeta hennar verður um 18 tonn af vörum. Við fengum hana afhenta í nóvember á síðasta ári og hún á að vera tilbúin 15. mars nk. Þá þarf að fara yfir hana, ganga frá skráningu hérlendis og leyfa flugmönnum okkar að prófa hana. Viku síðar fer hún í samningaflug. Breytingin á vélinni hefur vakið mikla athygli, m.a. hjá Boeing, enda er þetta í fyrsta sinn sem svona breytingar eru gerðar. Menn eru einnig sammála um að þessi stærð sé mjög hentug fyrir fraktflug á styttri vegalengdum“, segir Þórarinn.
Fjórir íslenskir flugmenn hafa verið ráðnir til starfa hjá Bláfugli og munu þeir fara til Bretlands nú í vikunni í þjálfun ásamt Páli Eyvindarsyni yfirflugstjóra. „Páll hefur verið hjá Cargolux í 13 ár og bar þar ábyrgð á þjálfun flugmanna. Við teljum okkur vera mjög lánsama að hafa fengið hann til liðs við okkur“, segir Þórarinn.

Áratuga löng reynsla er styrkur okkar
Að mati forsvarsmanna Bláfugls er áratuga löng reynsla þeirra á flugrekstri og flugfrakt, einn helsti styrkur félagsins. Einar Ólafsson er stjórnarformaður Bláfugls. Hann hóf feril sinn hjá Loftleiðum hf. og var stöðvarstjóri félagsins í Lúxemborg og síðar forstjóri Cargolux 1970-1982. Einar tók síðan við framkvæmdastjórastöðu GPA Corporation í Bandaríkjunum, sem var eitt stærsta leiguflugfélag heims á þeim tíma, og starfaði þar í nokkur ár en undanfarin ár hefur hann starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði flugrekstrar og flugvélaleigu.
Þórarinn Kjartansson framkvæmdastjóri hóf störf hjá Loftleiðum 1970 og starfaði síðan lengi sem deildarstjóri markaðs- og áætlunardeildar Cargolux og varð síðar framkvæmdastjóri Cargolux í Norður og Suður Ameríku. Frá 1990 hefur Þórarinn starfað sem ráðgjafi í flugfrakt og flugrekstri víða um heim.
Ásgeir M. Jónsson er framkvæmdastjóri viðhaldssviðs en hann hefur starfað við flug í 30 ár. Ásgeir hefur einnig sundað sjálfstæðan viðskiptarekstur um árabil og hefur því umtalsverða reynslu af fyrirtækjarekstri og viðskiptum.
Bjarki Sigfússon er deildarstjóri rekstrarsviðs. Hann er menntaður flugumsjónarmaður og hefur starfað hjá Flugflutningum og Vallarvinum ehf. Bjarki hefur sótt ýmis námskeið hjá Cargolux, m.a. í hleðslustjórnun og flutningi hættulegs varnings.
Samþykkt hlutafé í Bláfugli er 425 millj.kr. og þegar hefur verið greiddar inn 280 millj. króna. Óráðstafað hlutafé er því 38%. Stærstu hluthafar eru Sterling European með 12%, Vallarvinir ehf. með 12%, Balkany Transport 10%, Ólafur Einarsson 6%, og Flugflutningar 4%.









Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024