Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt félag stofnað um flugvallarrekstur
Mánudagur 1. febrúar 2010 kl. 09:59

Nýtt félag stofnað um flugvallarrekstur


Á föstudaginn var stofnað opinbert hlutafélag um sameinaðan rekstur opinberu hlutafélaganna Flugstoða og Keflavíkurflugvallar. Tilgangur hins nýja félags er að reka alla flugvelli landsins og sjá um uppbyggingu þeirra ásamt tilheyrandi flugstöðvum og mannvirkjum, reka og byggja upp flugleiðsögu- og flugumferðarþjónustu og annast rekstur starfsemi sem er í beinum tengslum við flugrekstur. Nafn hins nýja félags hefur ekki verið ákveðið ennþá en heiti þess í upphafi er FLUG-KEF ohf.

Aðalmenn í stjórn félagsins eru: Þórólfur Árnason, Arngrímur Jóhannsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ásta Rut Jónasdóttir, Ragnar Óskarsson og Jón Norðfjörð

Sjá nánar á vef samgönguráðuneytisins hér.
---


Mynd/Samgönguráðuneytið

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024