Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 12. febrúar 2002 kl. 14:09

Nýtt deiliskipulag við Garðvang í Garði kynnt

Kynning á tillögu að deiliskipulagi fyrir þjónustu við aldraðra í Garðinum var tekin fyrir á fundi hreppsnefndar Gerðahrepps fyrir síðustu helgi. Hreppsnefnd samþykkir að kynna tilkomnar hugmyndir fyrir stjórn Dvalarheimila aldraðra, Suðurnesjum (DS) og óska eftir að fá að setja niður fyrirhugaða byggingu í nágrenni Garðvangs.Bygging íbúða aldraðra á þessu svæði og fyrirhuguð framtíðaruppbygging mun styrkja alla starfsemi DS og uppbyggingu öldrunarmála í Garðinum. Nýskipuð nefnd ásamt arkitekt mun mæta á fundinn. Samþykkt með 6 atkvæðum, einn situr hjá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024