Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 28. nóvember 2001 kl. 07:26

Nýtt boðkerfi kynnt í Keflavík

Kynningarfundur á boðunarkerfi fyrir viðbragðsaðila var haldinn á Flug Hótel sl. þriðjudag. Kerfið hefur hlotið nafnið Boði og er til taks bæði fyrir almenning og fyrirtæki og viðbragðsaðila. Á fundinum voru yfirmenn björgunarsveita, aðilar frá Brunavörnum Suðurnesja og fleiri.
Boði kemur til með að auka öryggi boðunarleiða þar sem ekki er einungis notast við eina boðleið heldur margar en hægt er að hafa samband við allt að 60 aðila á sömu mínútunni með kerfi Neyðarlínunnar. Það er Grunnur, dótturfyrirtæki Símans sem hannaði kerfið í nánu samband við Neyðarlínuna. Gert er ráð fyrir að Neyðarlínan taki kerfiðí notkun á næstu mánuðum en kerfið verður fullbúið í janúar á næsta ári. Kerfið nær yfir alla tegundur síma, heimilsissíma, GSM, NMT og fleira. Með Boða verður öll yfirstjórn björgunaraðgerða einfaldari og skilvirkari. Almenningi sem hefur áhuga á að kynna sér starfssemi Boða frekar er bent á heimasíðu Símans á www.siminn.is/bodi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024