Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Laugardagur 27. maí 2000 kl. 17:12

Nýtt bílastæði fyrir 700 ökutæki!

Nú stendur yfir malbikun á nýju bílastæði við Leifsstöð sem mun rúma sjöhundruð bifreiðar.Bílastæðið er norðan við núverandi bílastæði flugstöðvarinnar og er gríðarstórt. Það eru Íslenskir aðalverktakar sem sjá um framkvæmdir. Þá er unnið að því að byggja viðbyggingu við Leifsstöð sem hýsa mun starfsemi sem nú er í komusal flugstöðvarinnar. Þá er nýbygging sunnan við landgöngufingur Leifsstöðvar farin að rísa upp úr jörðinni en uppsteypu kjallara er lokið að mestu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024