Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýtt bæjarblað VF í Hafnarfirði komið út
Fimmtudagur 31. október 2002 kl. 08:33

Nýtt bæjarblað VF í Hafnarfirði komið út

Nýtt bæjarblað fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaðahrepp hóf göngu sína í morgun. Dreifingu blaðsins er að ljúka þessa stundina en blaðið er borið inn á um 11.000 heimili til um 30.000 lesenda. Blaðið heitir VF - Vikulega í Firðinum og er systurblað Víkurfrétta. Efnistök í hafnfirska blaðinu eru á sömu nótum og í Víkurfréttum og útlit blaðanna er áþekkt. Nýja bæjarblaðið er 24 síður og allt litprentað og vírbundið.Skrifstofur blaðsins eru að Bæjarhrauni 22 í Hafnarfirði og síminn er 555 6111.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024