Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýtt 530 íbúða hverfi austan Tjarnarhverfis – lóðir boðnar út í haust
Þriðjudagur 17. maí 2005 kl. 01:31

Nýtt 530 íbúða hverfi austan Tjarnarhverfis – lóðir boðnar út í haust

Öllum lóðum hefur verið úthlutað í Tjarnarhverfi í Innri Njarðvík, samtals lóðir undir 540 nýjar íbúðir. Vegna þessa er hafin vinna við nýtt hverfi austan Tjarnarhverfis, nær Stapa, þar sem gert er ráð fyrir 530 íbúðum til viðbótar. Frumdrög hverfisins hafa verið kynnt í umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar. Stefnt er að úthlutun þeirra lóða í haust og að framkvæmdir í nýja hverfinu geti hafist strax á næsta ári, að því segir í grein frá Steinþóri Jónssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs, sem hann skrifar á vefsvæði sínu, www.steini.is og hér á vef Víkurfrétta, www.vf.is.
Þá hafa bestu arkitektar landsins verið fengnir til að skipuleggja framtíðarsvæði og byggingar í bæjarfélaginu. Má þar nefna framtíðar íþróttasvæði ofan Reykjaneshallar og svæði eldri borgara, íþróttaakademíu og nemendaíbúðir henni tengd svo og ný íbúðarsvæði.

Myndin: Tölvugerð mynd af Tjarnarhverfi. Annað eins hverfi er nú á teikniborðinu og verða lóðir þar boðnar í haust.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024