Nytjagarðar á Ásbrú?
Verið er að kanna áhuga íbúa Ásbrúar á að fá nytjagarða á Ásbrú. Í „skeifunni“ bak við veitingastaðinn Langbest er ætlunin að plægja og koma upp góðum gróðurreitum sem fólk getur nýtt sér í sumar. Fyrsta sumarið verður þetta fólki að kostnaðarlausu en farið fram á góða umgengni. Verði af þessu standa vonir til að reitirnir verði tilbúnir innan skamms.
Áhugasamir geta skrá sig hjá Jófríði á húnsæðissviði Keilis ([email protected])