Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 3. maí 2000 kl. 16:59

Nýstofnað félag um fiskviðskipti á netinu

Fiskmarkaður Suðurnesja hf. (FMS) og aðilar tengdir honum, hafa stofnað félag, Fish Commerce.com, um alheimsviðskipti með fiskafurðir á netinu. Markmiðið er að koma á netviðskiptum með allar sjávarafurðir og á öllum vinnslustigum. Bráðlega fer fram útboð á forritun vefsetursins og er áætlað að hefja formleg viðskipti í október nk. Frá þessu var sagt í Fiskifréttum í síðustu viku. Stofnað hefur verið sérstakt eignarhaldsfélag um þessa fjárfestingu, Mika ehf., og er ætlunin að gefa íslenskum fjárfestum kost á að kaupa hlut í því félagi. Erlendur samstarfsaðili í þessu verkefni, er ísraelskt fjárfestingafélag, Kardan Ltd., en það hefur sett á fót sérstakan fjárfestingasjóð sem sérhæfir sig í viðskiptum á netinu. Höfuðstöðvar Fish Commerce.com verða í Amsterdam í Hollandi og er Logi Þormóðsson, stjórnarformaður FMS og Mika ehf., stjórnarformaður hins nýja félags. Finnbogi Alfreðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Fish Commerce.com, en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskimjöls og lýsis hf. í Grindavík og Framleiðni s.f., sem var ráðgjafa- og tækniþróunarfyrirtæki í sjávarútvegi. Vefverslunin mun verða þróuð í samvinnu við Reiknistofu fiskmarkaða hf., en auk þess að reka tölvuþjónustu fyrir fiskmarkaði á Íslandi hefur hún selt sérhönnuð tölvukerfi til fiskmarkaða í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Bráðlega fer fram útboð á forritun vefsetursins og er áætlað að hefja formleg viðskipti í október nk. Í frétt frá Fiskmarkaði Suðurnesja segir að gífurleg markaðs- og kynningarvinna sé forsenda góðs upphafs og gengis á svona viðskiptaháttum og því liggi fyrir að stofnkostnaður verði mikill. Ætlunin er að netviðskiptin muni fyrst og fremst snúast um viðskipti milli fyrirtækja, þ.e. milli frumframleiðenda og stórnotenda og stórdreifenda. Fram kemur að nú þegar hafi verið settar á fót a.m.k. fjórar netverslanir með fisk í Bandaríkjunum og búast megi við að slíkar verslanir spretti einnig upp í Evrópu á næstunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024