Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýstárlegar kennsluaðferðir í FS í Landanum
Þriðjudagur 23. október 2012 kl. 09:53

Nýstárlegar kennsluaðferðir í FS í Landanum

Rætt var við Ívar Valbergsson, vélstjórnarkennara við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í þættinum Landinn sem sýndur..

Rætt var við Ívar Valbergsson, fagstjóra í vélstjórn við Fjölbrautaskóla Suðurnesja, í þættinum Landinn sem sýndur var á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld. Sagt var frá notkun vélaherma í kennslu í vélstjórn sem gefist hefur vel.

Í vélahermunum fá nemendur að kynnast venjulegu vélarúmi og upplifa allt sem þar getur komið upp á. Þá sagði Ívar frá því hvernig hann tekur upp kennslumyndbönd sem nemendur geta horft á hvenær sem þeir vilja en kennslustundirnar eru þá nýttar í verklega kennslu og aðstoð við nemendur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í þættinum var einnig rætt við nemendur sem kunnu greinilega vel að meta þessar nýju kennsluaðferðir.

Hægt er að sjá þáttinn á vef RÚV.