Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýrri vélaskemmu GVS stolið
Kálfatjarnarvöllur á Vatnsleysuströnd.
Mánudagur 18. febrúar 2013 kl. 11:59

Nýrri vélaskemmu GVS stolið

Lögreglunni á Suðurnesjum var í gærdag tilkynnt um að efni í vélaskemmu í eigu Golfklúbbs Vatnleysustrandar hefði verið stolið eins og það lagði sig. Um var að ræða einingar sem átti að fara að setja saman þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist.

Upp komin hefði skemman verið sex metrar á breidd og þrjátíu metrar á lengd, þannig að einingarnar voru engin smásmíði. Ljóst er að bæði hefur þurft búnað til að hífa einingarnar upp og einnig öflug flutningstæki til að flytja þær af vettvangi.

„Þetta er mikið tjón fyrir okkur enda er klúbburinn ekki stór. Það stóð til í að reisa nýja vélaskemmu á vormánuðum með hækkandi sól. Klúbburinn var búinn að skipta um jarðefni undir skemmunni og því allt klárt til að setja skemmuna saman. Við erum ekki tryggðir fyrir þessu enda var ekki búið að reisa vélaskemmuna,” segir Jón Ingi Baldvinsson, varaformaður GVS í samtali við Kylfing.is.

Jón Ingi segir að sést hafi til tveggja flutningabíla á svæðinu um helgina. Þeir sem gætu haft upplýsingar um málið eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Suðurnesjum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024