Nýrri vefsíðu Víkurfrétta vel tekið
Nýr vefur okkar Víkurfréttamanna hefur núna verið í loftinu í viku en vefurinn var formlega opnaður á 11 ára afmæli vf.is síðasta fimmtudag. Vefurinn hefur mælst vel fyrir hjá lesendum, þó svo einhverjir íhaldssamir hafi viljað halda í gömlu síðuna.
Mjög fá vandamál hafa komið upp við síðuna, sem þó er umfangsmikil. Hafa starfsmenn daCoda, sem sjá um tæknilega útfærslu á vefnum, brugðist skjótt við og lagað vandamál sem upp hafa komið.
Myndin: Frá formlegri opnun vf.is sl. fimmtudag á 11 ára afmæli vefsíðunnar. Frá vinstri: Ellert Grétarsson blaðamaður Víkurfrétta, Þorgils Jónsson blaðamaður Víkurfrétta, Jónas Franz Sigurjónsson markaðsstjóri daCoda, Júlíus Guðmundsson framkvæmdastjóri daCoda, Páll Ketilsson ritstjóri Víkurfrétta, Hilmar Bragi Bárðarson fréttastjóri Víkurfrétta og netstjóri og Jón Björn Ólafsson blaðamaður Víkurfrétta. Blaðamenn Víkurfrétta eru þeir sem sjá til þess að vefurinn sé uppfærður daglega og oft á dag með fréttum myndum og síðast en ekki síst lifandi myndum í vefsjónvarpi Víkurfrétta.
Mynd: Borgar Erlendsson