Nýr yfirmaður Varnarliðsins
Nýr yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tók til starfa í dag en fráfarandi yfirmaður varnarliðsins, Robert S. McCormick ofursti, tekur við starfi aðstoðarmanns 7. sprengjudeildar flughersins á Dyess herflugvellinum í Texas.
Sá sem tók við af Robert S. er Craig A. Croxton ofursti en hann lauk námi við bandarísku flughersakademíuna og hefur meðal annars meistaragráðu í sálfræði. Hann hóf feril sinn sem flugliðsforingi árið 1982 og starfaði í orrustuflugdeildum og stjórnstöðvum flughersins m.a. sem flugsveitarforingi og aðstoðarprófessor við flughersakademíuna.
Mikilmenni úr bandaríska hernum voru viðstödd athöfnina meðal annars Colby M. Broadwater III en hann er hershöfðingi og framkvæmdastjóri Evrópustjórnar Bandaríkjahers.
Varnarliðið neitar því að yfirmannaskiptin tengist hugsanlegum breytingum á starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Víkurfréttir greindu frá því fyrir stuttu að það hefði sterkar heimildir fyrir því að flugherinn tæki við stjórn vallarins árið 2006. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn varnarliðsins koma úr röðum flughersins en breytingin er sögð vera vani og að hún hafi verið ákveðin langt fram í tímann.
Sá sem tók við af Robert S. er Craig A. Croxton ofursti en hann lauk námi við bandarísku flughersakademíuna og hefur meðal annars meistaragráðu í sálfræði. Hann hóf feril sinn sem flugliðsforingi árið 1982 og starfaði í orrustuflugdeildum og stjórnstöðvum flughersins m.a. sem flugsveitarforingi og aðstoðarprófessor við flughersakademíuna.
Mikilmenni úr bandaríska hernum voru viðstödd athöfnina meðal annars Colby M. Broadwater III en hann er hershöfðingi og framkvæmdastjóri Evrópustjórnar Bandaríkjahers.
Varnarliðið neitar því að yfirmannaskiptin tengist hugsanlegum breytingum á starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Víkurfréttir greindu frá því fyrir stuttu að það hefði sterkar heimildir fyrir því að flugherinn tæki við stjórn vallarins árið 2006. Núverandi og fyrrverandi yfirmenn varnarliðsins koma úr röðum flughersins en breytingin er sögð vera vani og að hún hafi verið ákveðin langt fram í tímann.