Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr vefur Sveitarfélagsins Voga
Föstudagur 18. maí 2007 kl. 10:00

Nýr vefur Sveitarfélagsins Voga

Sveitarfélagið Vogar opnaði formlega nýja vefsíðu á slóðinni www.vogar.is í gær. Hildur Björg Sigurjónsdóttir og Kolbeinn Oddur Sigurjónsson, fulltrúar yngri og eldri borgara í Vogum, opnuðu síðuna. Vefsíðan er er unnin af hugbúnaðarfyrirtækinu DaCoda í Reykjanesbæ og byggir á ConMan vefumsjónarkerfinu. Markmiðið er að vefsíðan verði upplýsingaveita um stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélagsins og nýtist til markaðssetningar sveitarfélagsins sem ákjósanlegur staður til búsetu og til að staðsetja fyrirtæki.

Allt aðgegni að upplýsingum um sveitarfélagið hefur verið bætt og leit gerð einfaldari, bæði með leitarvél og flýtileiðum. Áfram verður einfalt að leita í fundargerðum bæjarráðs, bæjarstjórnar og nefnda bæjarins, en nýjustu fundargerðir verða ávallt aðgengilegar á forsíðu.

Meðal nýjunga má nefna viðburðadagatal sveitarfélagsins og starfsmannalista, þar sem á einfaldan hátt má finna alla starfsmenn sveitarfélagsins. Auk þess er á síðunni fyrirtækjalisti, en fyrirtækjum í sveitarfélaginu býðst að kynna þjónustu sína á vefnum.


Á vefnum má ennfremur finna nýtt götukort af bænum þar sem merktar eru göngu- eða hlaupaleiðir og lengd þeirra. Í framtíðinni er stefnt að því að efla afþreyingargildi vefsins, m.a. með upplýsingum um fuglalíf í sveitarfélaginu.

Vinna við vefinn hefur staðið yfir allan vetur, en í þarfagreiningarnefnd sveitarfélagsins voru Jón Ingi Baldvinsson, Kristinn Sigurþórsson, Vignir Arason og Róbert Ragnarsson. Ákveðið var að fá hugbúnaðarfyrirtækið DaCoda í Reykjanesbæ til samstarfs við vinnslu og hönnun vefsins og hefur það samstarf gengið einstaklega vel.

VF-myndir/Hilmar Bragi: 1: Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar, og Jónas Frans Sigurjónsson, markaðsstjóri DaCoda, við vígsluna. 2: Hildur Björg Sigurjónsdóttir og Kolbeinn Oddur Sigurjónsson opna síðuna.

 

 

 

 

 

 

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024