Nýr vefur ætlaður eldri borgurum
Í sumar hóf nýr vefur ætlaður eldri borgurum göngu sína. Vefinn er að finna á heimasíðu Reykjanesbæjar undir slóðanaum www.reykjanesbaer.is/aldradir.
Á vefnum er að finna dagskrá tómstundastarfs fyrir eldri borgara ásamt upplýsingum um Félag eldri borgara á Suðurnesjum. Jóhanna Arngrímsdóttir, forstöðumaður félagsstarfs eldri borgara í Reykjanesbæ, segir vefinn mjög þarfan og leitað sé allra leiða til þess að koma efni á framfæri til eldri borgara. „Við bjóðum eldri borgurum upp á tölvunámskeið og eru námskeiðin liður í því að bæta upplýsingastreymi til þeirra. Ég skynja mikla tæknihræðslu meðal eldri borgara og oft fara fyrstu tölvunámskeiðin í það að hjálpa þeim að yfirstíga þessa hræðslu,“ sagði Jóhanna.
Þeim eldri borgurum er hug hafa á að sækja tölvunámskeiðin er bent á að hafa samband við Jóhönnu í síma 861 2085 eða 421 6700.
VF-mynd/ úr safni