Nýr útsýnis og áningarstaður á Grindavíkurvegi
Mælingamenn frá Vegagerðinni voru að störfum fyrir helgi við mælingar og úttekt á nýjum áningar- og útsýnisstað á Arnarseturshæð eða Gíghæðinni eins og Grindvíkingar nefna gjarna hæsta vegarkaflann á Grindavíkurvegi.
Fyrirhugaðar framkvæmdir miðast við að útbúa og malbika útskot frá Grindavíkurvegi til vesturs og að þar verði áningarstaður með öllu tilheyrandi, svo sem borðum og þ.h. og einnig útsýnisstaður með skiltum er segja sögu jarðfræði og hellamyndunar á svæðinu.
Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.
Fyrirhugaðar framkvæmdir miðast við að útbúa og malbika útskot frá Grindavíkurvegi til vesturs og að þar verði áningarstaður með öllu tilheyrandi, svo sem borðum og þ.h. og einnig útsýnisstaður með skiltum er segja sögu jarðfræði og hellamyndunar á svæðinu.
Frá þessu er greint á vef Grindavíkurbæjar.