Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Útskálaprestur tekur við 1. nóvember
Mánudagur 14. september 2009 kl. 11:47

Nýr Útskálaprestur tekur við 1. nóvember

Séra Sigurður Grétar Sigurðsson tekur við embætti sóknarprests í Útskálaprestakalli þann 1. nóvember nk. og verður settur formlega í embætti við kvöldmessu í Útskálakirkju kl. 20.00 sunnudagskvöldið 8. nóvember. Fram að þeim tíma mun Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík annast þjónustu við prestakallið. Í því felst að hún annast tiltekið helgihald auk þeirra athafna sem óskað er eftir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sunnudagshelgihald til áramóta verður sem hér segir:

20. september kl. 14.00 í safnaðarheimilinu í Sandgerði og kl. 20.00 í Útskálakirkju. Prestur sr. Elínborg Gísladóttir.

11. október kl. 11.00 í Hvalsneskirkju og kl. 14.00 í Útskálakirkju. Prestur sr. Elínborg Gísladóttir.

25. október kl. 11.00 í Útskálakirkju og kl. 14.00 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Prestur sr. Elínborg Gísladóttir.

8. nóv. Sameiginleg messa í Útskálakirkju kl. 20.00. Sr. Sigurður Grétar Sigurðsson settur inn í embætti. Sr. Gunnar Kristjánsson prófastur þjónar fyrir altari með sr. Sigurði.

22. nóv. Messa kl. 11.00 í Útskálakirkju og kl. 14.00 í safnaðarheimilinu í Sandgerði.

29. nóv. 1. sd. í aðventu Messa kl. 11.00 í Hvalsneskirkju og kl. 14.00 í Útskálakirkju (Kirkjudagur kvenfélagsins).

13. des. Aðventusamvera kirkjukóra kl. 17.00 í Útskálakirkju og kl. 20.30 í safnaðarheimilinu í Sandgerði.

24. des. Aðfangadagur jóla. Aftansöngur kl. 18.00 í safnaðarheimilinu í Sandgerði og miðnæturmessa kl. 23.30 í Útskálakirkju.

25. des. Jóladagur. Hátíaðarmessa kl. 11.00 í Útskálakirkju og kl. 14.00 í Hvalsneskirkju.

31. des. Aftansöngur kl. 18.00 í safnaðarheimilinu í Sandgerði. Sameiginleg stund fyrir báðar sóknir.

Helgihald á Garðvangi verður auglýst sérstaklega.

Barnastarf verður með sama hætti og verið hefur, þ.e. kirkjuskóli í safnaðarheimilinu Sandgerði laugardaga kl. 11, og í Kiwanishúsinu í Garðinum kl. 13.30. Níu til tólf ára starfið er á þriðjudögum kl. 17 í Kiwanishúsinu í Garðinum.

Kyrrðar- og bænastundir eru í Útskálakirkju á miðvikudögum kl. 20.00.

Bænahópur á fimmtudögum í Kiwanishúsinu kl. 20.00.

Kóræfingar fyrir prestakallið í safnaðarheimilinu í Sandgerði þriðjudaga kl. 20.00.

Sr. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur í Grindavík er í síma 696-3684. Fram að þeim tíma sem sr. Sigurður Grétar tekur við er velkomið að hringja í hann í s. 895-2243 s.s. til að bóka athafnir með þægilegum fyrirvara ef vill, segir í tilkynningu.