Nýr útivistartími barna og ungmenna tekur gildi
Útivistartími barna og unglinga tók breytingum þann 1. maí og nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til kl. 22:00 á kvöldin en 13-16 ára unglingar mega vera úti til kl. 24:00. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum.
Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum og er þeim m.a. ætlað að tryggja öryggi barna auk þess sem mikilvægt er börnum og unglingum að fá nægan svefn.








