Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr stígur í Garði malbikaður
Fimmtudagur 30. maí 2013 kl. 09:20

Nýr stígur í Garði malbikaður

Eins og bæjarbúar í Garði hafa tekið eftir á síðustu vikum hefur vinna við göngustíg, frá Nýjalandi og út á Garðskaga, verið í gangi um nokkurt skeið. Í gærmorgun hófust framkvæmdir við malbikun á göngustígnum, eða frá frá Nýjalandi og alveg út á Skaga.
Nú er hægt að fara á malbikuðum göngustíg frá Garðvangi og alveg út á Garðskaga.

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Garðs segir að það sé von bæjaryfirvalda að stígurinn auki öryggi gangandi vegfarenda út á Skaga, en umferð gangandi vegfarenda er þó nokkur á þessum slóðum, þar sem Garðskaginn er mjög vinsæll sem fallegt og sérstakt útivistarsvæði.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af framkvæmdinni í gær en myndirnar eru af vef Sveitarfélagsins Garðs, www.svgardur.is.


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024