Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr sparkvöllur við Akurskóla
Fimmtudagur 6. október 2005 kl. 03:09

Nýr sparkvöllur við Akurskóla

Reykjanesbær hefur skrifað undir samning við KSÍ um byggingu sparkvallar við Akurskóla sambærilegan og er við aðra grunnskóla í Reykjanesbæ. Samningurinn er liður í sparkvallaátaki KSÍ en markmið þess er að skapa skemmtilegan og öruggan vettvang fyrir knattspyrnuiðkun í sveitarfélögum. Reykjanesbær mun annast rekstur og viðhald vallarins en KSÍ leggur til fyrsta flokks gervigras og vinnu við lagningu þess.

Reykjanesbær kostar allar framkvæmdir við byggingu vallarins s.s. undirbyggingu, girðingu með mörkum og frágang umhverfis völlinn. Völlurinn sem er 20m x 40m verður upphitaður og lýstur upp þannig að hann nýtist allt árið um kring.

Frá þessu er greint á veg skólans.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024