Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr skólastjóri Flugakademíu Íslands
Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn skólastjóri Flugakademíu Íslands sem varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis.
Fimmtudagur 27. ágúst 2020 kl. 09:40

Nýr skólastjóri Flugakademíu Íslands

Davíð Brár Unnarsson var í sumar ráðinn skólastjóri Flugakademíu Íslands sem varð til við sameiningu Flugskóla Íslands og Flugakademíu Keilis.

Davíð Brár hefur starfað við Flugakademíu Keilis frá haustinu 2014 sem kennari í bæði bóklegri og verklegri kennslu. Frá byrjun árs 2019 starfaði hann sem yfirkennari og aðstoðaryfirkennari í verklegri deild skólans og tók svo við starfi skólastjóra í júní 2020.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samhliða kennslu- og stjórnunarstöðum hjá Keili hefur Davíð Brár starfað hjá Icelandair síðan snemma árs 2014 fyrst sem flugmaður á Boeing 757/767 og svo síðar sem flugstjóri á Boeing 737MAX, en hann hóf flugferilinn sem flugmaður hjá Primera Air á Boeing 737NG.

Áður hafði hann starfað við margskonar flugtengd störf svo sem hleðslueftirlit, farþegaafgreiðslu, hlaðdeild, flugumsjón og önnur störf innan flugdeildar fyrst hjá IGS, svo Icelandair og loks Primera Air.

Alltaf haft brennandi áhuga á flugi

Davíð Brár segist alla tíð haft brennandi áhuga á flugi og öllu sem því tengist. Hann telur því mikil forréttindi að geta starfað við stærsta áhugamálið. Auk þess hefur hann lengi haft gaman af því að kenna öðrum og deila af reynslu sinni til áhugasamra framtíðarflugmanna. „Það er mjög gefandi þegar nemendur fá svo draumastarfið hvar svo sem í heiminum það er“ segir Davíð. „Það hefur alltaf verið sagt að flugbransinn sé sveiflukenndur, og á það alveg jafn vel við í nú sem fyrr að besti tíminn til að hefja flugnám er þegar allt er á botninum eða rétt áður til að vera tilbúinn þegar allt fer á leið upp á við aftur.“