Nýr saunaklefi í Sundlaug Grindavíkur
- Góð aðsókn í sund og lengdur opnunartími
Nýr saunaklefi hefur verið tekinn í notkun í Sundlaug Grindavíkur en slík aðstaða hefur ekki verið fyrir hendi í nokkur ár. Frá þessu er greint á vefnum grindavik.is.
Saunaklefinn er á útsvæði sundlaugarinnar og er 7,5 fermetra smáhýsi sem búið er að breyta í sauna. Klefinn er 7,5 fermetra smáhýsi sem búið er að breyta í sauna.
Góð aðsókn hefur verið í sundlaugina í Grindavík og í líkamsræktina í Íþróttamiðstöðinni og hefur opnunartíminn því verið lengdur. Nú er þar opið um helgar frá 6 til 16 og frá 6 til 21 á virkum dögum.
Síðasta sumar var opnunartíminn enn lengri og mæltist það gríðarlega vel fyrir. Aðsókn fullorðinna í laugina jókst um 70 prósent í júní á þessu ári miðað við í fyrra. Þá jókst aðsókn eldri borgara í sund í júní á þessu ári um hvorki meira né minna en 90 prósent, miðað við júní í fyrra.