Mánudagur 21. júlí 2003 kl. 13:55
Nýr „rúntur“ í Keflavík undir eftirliti lögreglu
Á fimmtudagskvöldið í síðustu viku fylgdist lögreglan í Keflavík með umferð um Kirkjuveg í Keflavík en nokkuð hefur verið um ógætilegan akstur þar. Mun "rúnturinn" hafa færst af Hafnargötu og yfir á Kirkjuveg vegna framkvæmda.Einn ökumaður var kærður fyrir glæfralegt aksturslag.