Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Páll Jónsson GK 7 til Vísis hf í Grindavík
Nýr Páll Jónsson, tölvumynd: NAVÍS
Fimmtudagur 14. desember 2017 kl. 12:36

Nýr Páll Jónsson GK 7 til Vísis hf í Grindavík

Útgerðarfyrirtækið Vísir hf í Grindavík skrifaði á dögunum undir samning við skipasmíðastöðina Alkor í Gdansk í Póllandi vegna smíðar á nýju línuskipi fyrir fyrirtækið. Nýja skipið verður 45 metra langt og 10,5 metrar að breidd, þrjú þilför verða á því og verður það búið Catepillar aðalvél. Skipið tekur um 420 kör í lest og verða fjórtán eins manns klefar í skipinu. Smíði þess hefst í janúar á næsta ári og áætlað er að smíðum ljúki um mitt ár 2019.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024