Nýr organisti í Njarðvíkurkirkju
Síðasta sunnudag var messað í Njarðvíkurkirkju og var það fyrsta messa nýs organista Innri-Njarðvíkursóknar. Arngerður María Árnadóttir hefur verið ráðin sem organisti Njarðvíkurkirkju og mun hún jafnframt verða kórstjóri Kirkjukórs Njarðvíkurkirkju og sjá um tónlistarflutning vegna barnastarfs.Um leið og sóknarnefnd Innri-Njarðvíkur vill bjóða Arngerði Maríu velkomna til starfa, þá vill nefndin jafnframt þakka fráfarandi organista, Steinari Guðmundssyni, fyrir hans störf fyrir sóknina. Í lok messu á sunnudaginn var færði formaður sóknarnefndar, Jón A. Brynleifsson, Arngerði blóm í tilefni dagsins.