Nýr og endurbættur Stapi senn opnaður
Hið fornfræga samkomuhús Stapi hefur heldur betur fengið andlitslyftingu og stendur til að opna húsið formlega í febrúar. Þar verður fyrsta flokks aðstaða til samkomuhalds og tónlistarviðburða en hljómburður í salnum verður stórbættur. Stapinn er fyrri áfanginn Hljómahallarinnar sem mun hýsa poppminjasafn og Tónlistarskóla Reyjanesbæjar þegar þar að kemur.
Iðnaðarmenn eru á fullu þessa dagana í Stapanum, en salarkynnin hafa tekið miklum breytingum. Meðal annars hefur sviðið verið stækkað til að geta betur annað stærri tónlistarviðburðum. Þá hefur loftinu og veggjum verið breytt með tilliti til hljómburðar. Lýsing í salnum er stórbætt ásamt öllu aðgengi og aðstöðu.
Þar sem áður var hliðarsalur Stapans er kominn endaveggur. Nýr gluggaveggur hleypir birtunni inn og er hann er með útgangi að sólpalli fyrir utan. Þarna verður kaffihúsið Hljómakaffi.