Nýr meirihluti í Vogum
Nýr meirihluti H-lista og L-lista hefur verið myndaður í Sveitarfélaginu Vogum. Boðað hefur verið til bæjarstjórnarfundar fimmtudaginn 6. október þar sem kosið verður að nýju í nefndir og ráð sveitarfélagsins. Formaður bæjarráðs verður Kristinn Björgvinsson oddviti L-lista og forseti bæjarstjórnar verður Inga Sigrún Atladóttir oddviti H-lista. H-listinn hefur þrjá menn af sjö í bæjarstjórn en L-listinn einn mann.