Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr meirihluti í Vogum - auglýst eftir bæjarstjóra
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
föstudaginn 3. júní 2022 kl. 09:39

Nýr meirihluti í Vogum - auglýst eftir bæjarstjóra

D og E listi hafa myndað nýjan meirihluta fyrir kjörtímabilið 2022 – 2026 í Sveitarfélaginu Vogum. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar verður haldinn miðvikudaginn 8. júní n.k., þar sem kosinn verður forseti bæjarstjórnar ásamt því að kosið verður í nefndir og ráð.

Ásgeir Eiríksson fráfarandi bæjarstjóri hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í starfið að nýju, og mun því verða lögð fram tillaga á fyrsta fundi bæjarstjórnar um að starf bæjarstjóra verði auglýst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á meðfylgjandi mynd má sjá þá Björn Sæbjörnsson (t.v.) oddvita D-lista og Birgi Örn Ólafsson, oddvita E-lista, handsala samkomulagið.

Ásgeir Eiríksson hefur verið bæjarstjóri í Vogum en hverfur nú frá störfum.