Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr meirihluti í Sandgerði og Sigrún bæjarstjóri
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir oddviti D-lista, Ólafur Þór Ólafsson oddviti S-lista og Sigrún Árnadóttir sem verður áfram bæjarstjóri í Sandgerði. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 6. júní 2014 kl. 14:39

Nýr meirihluti í Sandgerði og Sigrún bæjarstjóri

– lækkun skulda, umhverfismál og leikskólinn á oddinn.

S-listi Samfylkingar og óháðra borgara og D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra hafa gert með sér samkomulag um samstarf í meirihluta bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar kjörtímabilið 2014 til 2018. Samstarfið byggir á ábyrgum stefnuskrám bekkja framboðanna þar sem áherslan er á áframhaldandi ábyrga fjármálastjórn og að bæjarbúar fái að nóta þess svigrúms sem skapast í rekstri bæjarsjóðs með lækkuðum álögum og bættri þjónustu.

Sigrún Árnadóttir verður áfram bæjarstjóri í Sandgerði. Þá hafa listarnir komist að samkomulagi um að Ólafur Þór Ólafsson verði forseti bæjarstjórnar og Hólmfríður Skarphéðinsdóttir verði formaður bæjarráðs. Stefnt er að því að fyrstu fundur bæjarstjórnar verði þann 18. júní nk og þar verði sameiginleg málefnasýn listanna lögð fram.

Á fréttamannafundi sem haldinn var í Sandgerði í hádeginu kom fram ánægja hjá þeim Ólafi Þór og Hólmfríði með að listarnir hafi náð saman um myndun meirihluta. Stærsta verkefnið á komandi kjörtímabili verður áframhaldandi vinna í að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Þá verður lögð áhersla á umhverfismál í sveitarfélaginu. Vilji er til þess að sveitarfélagið haldi áfram að kaupa til sín eigir sem áður höfðu verið seldar inn í Fasteign. Þá verða leikskólamál sett á oddinn á komandi kjörtímabili.

Í sveitarstjórnarkosningum í Sandgerðisbæ 31. maí s.l. hlaut S-listinn þrjá menn kjörna og D-listinn einn mann. Hlutu listarnir sameiginlega alls 53,85% greiddra atkvæða og samtals fjóra af sjö bæjarfulltrúum. Strax daginn eftir kosningar hófu fulltrúar listanna að ræða saman um samstarf í meirihluta og hafa nokkrir fundir verið haldnir síðustu daga til að ganga frá samkomulaginu sem nú hefur verið staðfest.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024