Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr meirihluti í Grindavík
Mánudagur 20. ágúst 2012 kl. 00:53

Nýr meirihluti í Grindavík

Fulltrúar Framsóknarflokks, Grindavíkurlista og Samfylkingarinnar mynda nýjan meirihluta.

Fulltrúar Framsóknarflokks, Grindavíkurlista og Samfylkingarinnar náðu fyrr í kvöld samkomulagi um myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn Grindavíkur. Skrifað verður undir samkomulagið á morgun.

Bryndís Gunnlaugsdóttir, oddviti Framsóknarflokks, sagðist í samtali við Rúv vera ánægðust með það að samkomulagið fæli í sér ný vinnubrögð. Þannig væri stefnt af samstarfi allra fulltrúa í bæjarstjórn óháð flokkum og því hverjir sætu í meirihluta og minnihluta í bæjarstjórn. Fulltrúum þeirra flokka sem eiga aðild að samstarfssamningum verði þannig tryggt frelsi til að greiða atkvæði um mál eftir eigin sannfæringu, hvort sem hún er í samræmi við álit meirihlutans eða ekki.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024