Nýr leikskóli fyrir 60 milljónir
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandarhrepps hefur ákveðið að taka tilboði Virkis efh. um byggingu nýs leikskóla, en tilboðið hljóðar uppá rúmar 54 milljónir króna. Miðað er við að skiladagur verði í september á næsta ári. Lóðafrágangur er undanskilinn í tilboði Virkis en hreppsnefnd hefur ákveðið að taka tilboði Nesprýði í lóðafrágang sem er rúmar 6 milljónir króna.