Nýr leikskólastjóri Heiðarsels
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum fimmtudaginn 27. febrúar sl. að ráða Kolbrúnu Sigurðardóttur í stöðu leikskólastjóra á Heiðarseli. Fyrir lá umsögn fræðslustjóra og starfsmannastjóra sem mæltu með ráðningunni.Kolbrún tekur við stöðunni af Ingibjörgu Hilmarsdóttur sem nú starfar sem sérkennslufulltrúi leikskóla hjá Skólaskrifstofu.Mynd og texti af vef Reykjanesbæjar.






