Nýr kvikugangur myndaðist í gærkvöldi
Nýjar gossprungur geta opnast fyrirvaralaust á gossvæðinu norður af Grindavík. Samfara gosopnuninni kl. 22:17 í gærkvöldi myndaðist nýr kvikugangur. Hann nær bæði norðar og sunnar er það svæði sem gaus á í gærkvöldi. Syðsti endi nýja kvikugangsins er rétt austan við Þorbjörn, um einn og hálfan kílómetra norðan við byggðina í Grindavík, sagði Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur, í samtali við RÚV í hádeginu.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				