Nýr kjörstaður í Reykjanesbæ
- Kosið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
Í Alþingiskosningunum laugardaginn 28. október 2017 munu kjósendur í Reykjanesbæ greiða atkvæði á nýjum kjörstað, Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Jafnframt hefur götum verið deilt á kjördeildir í skólanum eftir stafrófsröð og er kjósendum bent á að kynna sér í hvaða kjördeild þeim beri að kjósa, sjá vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is.
Kjörskrá miðast við skráð lögheimili kjósenda hjá Þjóðskrá Íslands þann 23. september 2017. Kjósendum er frjálst að skoða kjörskrána og liggur hún frammi í þjónustuveri Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ og á www.kosning.is.
Kjörfundur í Reykjanesbæ hefst kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en kl. 22:00.