Nýr kjarasamningur STFS og LN undirritaður
Á föstudaginn var undirritaður nýr kjarasamningur Launanefndar sveitarfélaga og Starfsmannafélags Suðurnesja. Samningurinn gildir til 30. nóvember 2008 og nær til um 450 starfsmanna sveitarfélaga og stofnana á Suðurnesjum. Við lok samningstímans verður kostnaðarauki sveitarfélaganna um 22% sem er sambærilegt við aðra samninga á opinberum vinnumarkaði.
Fyrir utan beinar launahækkanir er tekið upp allt að 2% mótframlag launagreiðenda vegna séreignarlífeyrissparnaðar launþega. Nokkrar kerfisbreytingar felast í þessum samningi og er m.a. dregið úr vægi lífaldurshækkana í launatöflu en mikilvægi starfsaldurs hjá sveitarfélögum aukið. Einnig er lögð meiri áhersla á sí- og endurmenntun starfsmanna.
Forsenda þess að hægt var að ganga frá kjarasamningi sem er sambærilegur við aðra kjarasamninga LN við bæjarstarfsmannafélög og ASÍ félög var samkomulag sem undirritað var í morgun um innleiðingu nýs starfsmatskerfis fyrir starfsmenn sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fyrir 23. september nk. þarf samþykki viðkomandi félagsmanna annars vegar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar svo samningurinn öðlist gildi.
Á myndinni eru t.f.v. Guðfinna Eyjólfsdóttir, Sæmundur Pétursson og Ragnar Örn Pétursson úr samninganefnd STFS. Karl Björnsson, Sigurður Óli Kolbeinsson og Ólöf Jóna Tryggvadóttir frá Launanefnd sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson Ríkissáttasemjari sér um að allt fari vel fram.
Fyrir utan beinar launahækkanir er tekið upp allt að 2% mótframlag launagreiðenda vegna séreignarlífeyrissparnaðar launþega. Nokkrar kerfisbreytingar felast í þessum samningi og er m.a. dregið úr vægi lífaldurshækkana í launatöflu en mikilvægi starfsaldurs hjá sveitarfélögum aukið. Einnig er lögð meiri áhersla á sí- og endurmenntun starfsmanna.
Forsenda þess að hægt var að ganga frá kjarasamningi sem er sambærilegur við aðra kjarasamninga LN við bæjarstarfsmannafélög og ASÍ félög var samkomulag sem undirritað var í morgun um innleiðingu nýs starfsmatskerfis fyrir starfsmenn sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fyrir 23. september nk. þarf samþykki viðkomandi félagsmanna annars vegar og Launanefndar sveitarfélaga hins vegar svo samningurinn öðlist gildi.
Á myndinni eru t.f.v. Guðfinna Eyjólfsdóttir, Sæmundur Pétursson og Ragnar Örn Pétursson úr samninganefnd STFS. Karl Björnsson, Sigurður Óli Kolbeinsson og Ólöf Jóna Tryggvadóttir frá Launanefnd sveitarfélaga. Ásmundur Stefánsson Ríkissáttasemjari sér um að allt fari vel fram.