Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr inngangur og nýtt færibandakerfi
Miðvikudagur 6. desember 2006 kl. 09:15

Nýr inngangur og nýtt færibandakerfi

Síðastliðin föstudag, þann 1. desember, urðu farþegar í vél Icelandair frá Stokkhólmi þess heiðurs aðnjótandi að taka í notkun nýjan inngang Í Flugstöð Leifs Eiríkssoar og nýtt færibandakerfi fyrir töskur sem afkastar margfalt á við færiböndin sem senn ljúka nú hlutverki sínu í flugstöðinni.

Komufarþegar geta valið um að fara niður í venjulegum stiga, rúllustiga eða með lyftu og þegar niður er komið blasir við þeim komuverslun Fríhafnarinnar. Þeir geta því gengið beint þangað inn eða haldið innar á hæðina þar sem nýju færiböndin færa þeim töskur og annan farangur. Á heimsíðu flugstöðvarinnar segir að þetta sé mikil og langþráð breyting, bæði fyrir farþega og starfsfólk flugstöðvarinnar.

Af heimasíðu Flugstöðvarinnar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024