Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Hópsskóli: Segja frestun spara 100 milljónir
Föstudagur 13. mars 2009 kl. 09:42

Nýr Hópsskóli: Segja frestun spara 100 milljónir


Tillaga minnihluta D og F lista í bæjarstjórn Grindavíkur þess efnis að opnun Hópsskóla yrði frestað var felld af meirihlutanum. Lagt var til að leitað yrði eftir samkomulagi við verktaka um að hann skilaði verkinu af sér vorið 2010 í stað júlí í sumar. Upphafi skólaárs urði þannig frestað um eitt ár. Minnihlutinn telur að með því mætti spara 70 – 100 milljónir króna.

Í greinargerð með tillögunni segir að þrátt fyrir þrenglsi í grunnskóla Grindavíkur þá þurfi starfsfólk og nemendur að sýna biðlund í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Einig væri útlit fyrir að nemendum fækkaði á næsta skólaári. Með því að fresta opnun skólans um eitt ár mætti spara á bilinu 70 – 100 milljónir, sem „veitir ekki af miðað við rekstrarreikning Grindavíkurbæjar,“ eins og segir í tillögunni.
Þá segir einnig að iðnaðarmenn hefðu vinnu við skólann fram á næsta vor í stað þess að sitja jafnvel uppi aðgerðarlaustir í haust.
Minnihlutinn bendir einnig á að engin umræða hafi farið fram hjá fræðslunefnd um skipulag á innra starfi Hópsskóla, t.d. hvort til greina kæmi að elsti árgangur leikskóla færðist þangað.

Í bókun sem meirihlutinn lagði fram segir að kostnaðartölur sjálfstæðismanna séu úr lausu lofti griðnar. Áætlanir meirihlutans geri ráð fyrir að kostnaðarauki verði ekki meiri en 20 milljónir króna.

„Það eru allir sammála því að skólahúsnæði grunnskólans við Ásabraut er löngu sprungið og mætir ekki þörfum barna og starfsfólks og vísum við þar í umræður sem áttu sér stað sl. vor um mikið álag á nemendur og starfsfólk grunnskólans.
Það efnahagsástand sem ríkir í íslensku þjóðfélagi um þessar mundir og sjálfstæðismenn bera fulla ábyrgð á á ekki að bitna á börnum og menntun í okkar samfélagi.
Af þeim ástæðum er meirihluti B- og S-lista einhuga og harðákveðin í að hefja skólastarf haustið 2009 í nýjum skóla,“ segir m.a. í bókun meirihlutans, sem felldi tillöguna með 4 atkvæðum gegn þremur.

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd/www.grindavik.is