Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Hlévangi
Þriðjudagur 2. maí 2017 kl. 15:05

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Hlévangi

Kristín M. Hreinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, hefur verið ráðin í starf hjúkrunardeildarstjóra Hrafnistu við Hlévang. Kristín tók við af Guðfinnu Eðvarðsdóttur sem látið hefur af störfum eftir langt og farsælt starf.

Kristín útskrifaðist sem lyfjatæknir árið 2008 og hóf í kjölfarið starf sem lyfjatæknir hjá Lyfjum og heilsu í Keflavík þar sem hún starfaði til ársins 2012 er hún hóf nám í hjúkrunarfræði. Meðfram námi starfaði Kristín bæði á Hrafnistu við Nesvelli og á lyf- og handlækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Kristín útskrifaðist á síðasta ári með BS gráðu í hjúkrunarfræði frá háskólanum á Akureyri og réðst þá í starf hjúkrunarfræðings á lyf- og handlækningadeild HSS þar til hún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Hlévangi á liðnu hausti.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024