Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr hafnsögubátur Grindvíkinga væntanlegur
Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 14:54

Nýr hafnsögubátur Grindvíkinga væntanlegur



Smíði á nýjum hafnsögubát fyrir Grindavík gengur samkvæmt áætlun og var m.a. valið nafn á gripinn á fundi hafnarstjórnar í byrjun síðasta mánaðar. Fleyið, sem er í skipasmíðastöð í Vigo á Spáni, mun verða nefnt Bjarni Þór og er stefnt að því að afhending verði þann 15. júní nk. Heimsigling gæti því hafist um mánaðarmót júní og júlí að því er fram kemur á vef Grindavíkurbæjar.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hafnarstjórn hefur einnig samþykkt samgönguáætlin til ársins 2012 og var bæjarstjóra og hafnarstjóra falið að fullvinna eftirfarandi tillögur:

 

2008 Hafnsögubátur

2009    1. Frágangur á Norðurgarði

            2. Bygging hafnarhúss.

2010    1. Breikkun á innri rennu.

            2. Endurbætur á Miðgarði.

2011 Endurbætur og dýpkun v/Miðgarð.

2012 Dýpkun innan hafnar, til suðurs frá Miðgarði.

 

Loks ákvað hafnarstjórn að leggja til að eftirtalin svæði verði varin gegn ágangi sjávar:

       1. Svæðið frá fjárhúsum að núverandi varnargarði í Litlu Bót.

       2. Frá  laxeldi (Eldi) að Gerðistanga.

       3. Rof í Hópsnesi frá austari sjóvarnargarði til suðurs.

 

 

Mynd/grindavik.is: Bjarni Þór í skipasmíðastöðinnni í Vigo