Nýr frétta- og upplýsingavefur í Sandgerði
Sandgerðingar hafa eignast nýjan vef. Vefurinn 245.is er staðbundinn frétta- og upplýsingavefur tileinkaður lífinu í Sandgerði. Lénið er vísun í póstnúmer staðarins.
Undir þjónustuflokkum má finna grunnupplýsingar um fyrirtæki og félög í Sandgerði, auk ítarefnis og vísana í heimasíður ef þær eru fyrir hendi.
245.is býður upp á einfaldar lausnir fyrir þau fyrirtæki sem ekki hafa heimasíðu en vilja kynna þjónustu sína á vefnum.
Tónaflóð veflausnir í Sandgerði á og rekur vefinn. Umsjónarmenn 245.is eru þau Selma Hrönn Maríudóttir og Smári Valtýr Sæbjörnsson.